Fótboltabullur þurfa að fara varlega á Heimsmeistaramótinu í Katar í vetur vegna strangra laga í landinu er varðar fíkniefni.
Það varð algjör ringulreið á götum Lundúna í fyrra þegar úrslitaleikur Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu fór fram. Enskra fótboltabullur létu öllum illum látum á götum úti fyrir leik og fjöldi þeirra ruddist svo miðalaus á völlinn sjálfan. Margir voru í annarlegu ástandi.
Nú hafa bresk yfirvöld hins vegar varað stuðningsmenn sína við ströngum lögum í Katar. Sá sem flytur eiturlyf inn í landið á líklega yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm og sekt á bilinu 3,5-10,5 milljóna íslenskra króna.
Ekki nóg með það segir einnig í lögum að þeir sem framkvæma glæpinn oftar en einu sinni gætu átt yfir höfði lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu.