Liverpool er nú óvænt að íhuga að fá Christian Pulisic til liðs við sig frá Chelsea. Bild greinir frá.
Sadio Mane, ein af stjörnum Liverpool, er á förum og leitar félagið að arftaka hans.
Hinn 23 ára gamli Pulisic er einn af þeim sem kemur til greina. Bandaríkjamaðurinn er ekki efstur á blaði hjá Thomas Tuchel, stjóra Chelsea og er sagður ósáttur með hlutverk sitt.
Vængmaðurinn gekk til liðs við Chelsea frá Borussia Dortmund árið 2019. Hann lék 22 leiki í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.