fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Arnar Þór: „Ég svara ekki svona opinni spurningu“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 13:11

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan er góð, við þurftum að kveðja Willum í gær. Hann er búin að vera í basli með hásinina, það voru ekki batamerki þar. Þeir sem fengu spörk eða krampa úti á móti Ísrael, voru að taka síðustu test í dag og það leit vel út. Það eru allir 25 leikmennirnir í hópnum á morgun leikfærir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari fyrir leikinn við Albaníu á morgun.

Ísland tekur á móti Albaníu á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun í Þjóðadeildinni. Liðið gerði jafntefli við Ísrael í fyrsta leik.

„Við viljum tengja við frammistöðuna á fimmtudaginn, leikurinn á morgun er mikilvægt skref í okkar þróun. Það að tengja saman frammistöður er tákn um þroska og reynslu. Það er það helsta sem við erum að einbeita okkur að,“ sagði Arnar.

Guðjón Guðmundsson frá Stöð2 spurði Arnar út í þá gagnrýni sem liðið og hann hefur fengið undanfarið.

„Þetta er opin spurning, ef þú gagnrýnir mig fyrir eitthvað þá get ég svarað. Eina sem ég get sagt, ég þarf að vinna vinnuna mína. Ég svara ekki svona opinni spurningu.“

Arnar á von á því að gera breytingar á byrjunarliðinu á morgun. „Það verða einhverjar breytingar,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“