HK situr á toppnum í Lengjudeild kvenna með fullt hús stiga eftir 3-0 útsigur gegn Haukum í dag. Liðið hefur unnið alla fimm leiki sína á tímabilinu.
Haukar eru í áttunda sæti með þrjú stig og hafa aðeins unnið einn leik af fimm.
Fjarðab/Höttur/Leiknir vann 2-1 sigur á stigalausu liði Fylkis í hinum leik dagsins í Lengjudeildinni kvennamegin.
Ainhoa Plaza Porcel kom heimakonum yfir á 20. mínútu en Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði fyrir Fylki á 37. mínútu. Porcel var svo aftur á ferðinni þegar hún tryggði heimaliðinu stigin þrjú sjö mínútum fyrir leikslok.
Fjarðab/Höttur/Leiknir er í fjórða sætinu með tíu stig. Fylkir eru eins og áður segir stigalaust á botninum.