Enska knattsspyrnufélagið Aston Villa staðfesti í dag komu sænska landsliðsmarkmannsins Robin Olsen til félagsins.
Olsen var lánaður til Villa frá Roma í janúarglugganum og lék fyrsta leik sinn með liðinu gegn Manchester City í lokaumferðinni. Hann var áður á láni hjá Everton og hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað í Danmörku, Svíþjóð, Grikklandi, Ítalíu og Englandi.
Olsen er fjórði leikmaðurinn til að ganga til liðs við Villa í sumar en félagið hefur þegar fengið Philippe Coutinho, Boubacar Kamara og Diego Carlos í sínar raðir.
Aston Villa is pleased to announce the signing of Robin Olsen for an undisclosed fee! ✅
— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 4, 2022