Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Orlando Pride fengu skell er liðið heimsótti Houston Dash í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum í nótt.
Houston Dash hafði betur með fimm mörkum gegn engu. Nichelle Prince skoraði þrennu og Rachel Daly og Michelle Alozie gerðu eitt mark hver.
Gunnhildur Yrsa hóf leikinn í hægra bakverði en var skipt af velli í hálfleik í stöðunni 3-0. Houston Dash fer upp í annað sætið með sigrinum en liðið er með ellefu stig eftir sex leiki. Orlando Pride er í áttunda sæti með átta stig.