Selfyssingar sóttu Þór heim í Lengjudeild karla í kvöld í von um að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar.
Gonzalo Zamorano kom gestunum í forystu fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í leikhléi. Hrvoje Tokic skallaði boltann í netið á 58. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Darra Auðunssyni og Selfyssingar komnir í 2-0.
Það reyndust lokatölur og niðurstaðan sterkur útsigur Selfyssinga sem eru með 13 stig á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra og gert eitt jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. Þór er í 8. sæti með 5 stig.