fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá óperunni vegna deilunnar við Þóru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 18:57

Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Íslensku óperunnar. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Einarsdóttir óperusöngkona vann á dögunum sigur fyrir Landsrétti í launadeilu gegn Íslensku óperunni, en Þóra hafði áður tapaði málinu fyrir héraðsdómi. Var Íslenska óperan dæmd til að greiða söngkonunni 638.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri hefur nú, fyrir hönd Íslensku óperunnar, sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslenska óperan ætli að una dómi Landsréttar og freisti þess ekki að fá málinu áfrýjað fyrir Hæstarétt. Segir að Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019 hafi nú verið greitt í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í málinu og hefur þegar greitt stefnanda og öðrum söngvurum sýningarinnar í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Jafnframt hefur ÍÓ átt frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara verði best komið í framtíðinni, svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.

Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og Íslenska óperan snúi nú bökum saman um bestu nálgunina við samningagerðina. Vonast stjórnin til þess að viðræðurnar skili farsælli niðurstöðu og samkomulagi um ráðningarmál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við og byggt sameiginlega á til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“