Juan Mata yfirgaf herbúðir Manchester United í gær eftir rúmlega átta ára dvöl hjá félaginu. Mata klæddist treyju númer 8.
Nú er ljóst að Bruno Fernandes getur farið í númerið sem hann hefur viljað hjá United.
Bruno hefur frá því að hann kom til United leikið í treyju númer 18 en getur nú fært sig í treyju númer 8.
Búist er við því að Bruno færi sig í treyju númer 8 þegar ný treyja Manchester United verður opinberuð á næstu dögum.
Bruno er einn mikilvægasti leikmaður United en hann kom til félagsins í janúar árið 2020.