Barcelona hefur frumsýnt treyju sína fyrir næsta tímabil en hún vekur mikla athygli og þá sérstaklega auglýsingin framan á henni.
Barcelona hefur gert samning við Spotify um að auglýsa á treyjunni en einnig mun völlurinn heita Spotify Camp Nou.
Það er Nike sem framleiðir treyjuna en hún hefur fengið mikið lof eftir að hafa verið opinberuð.
Börsungar eru að undirbúa næstu leiktíð en búninginn má sjá hér að neðan.