fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fékk dæmdar bætur fyrir að vera neydd til að dveljast í sóttvarnahúsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu að nafni Kinga Stanelé, sem býr í Reykjanesbæ, hafa verið dæmdar miskabætur frá íslenska ríkinu fyrir ólöglega nauðungarvistum í sóttvarnahúsinu sem var starfrækt í Þórunnartúni í Covid-faraldrinum.

Kinga kom til landsins frá Póllandi 2. apríl 2021. Við komuna til landsins var henni gert að sæta sóttkví á Fosshóteli í Þórunnartúni 1 á grundvelli þágildandi sóttvarnareglugerðar. Kinga mótmælti þessu og sagðist tilbúin að vera í sóttkví heima hjá sér. Ekki var tekið tillit til mótmæla hennar og hún flutt með rútu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, að Þórunnartúni.

Tveimur dögum síðar krafðist lögmaður Kinga þess að ákvörðunin um að hún ætti að dveljast í sóttvarnahúsi yrði borin undir héraðsdóm. Fyrir héraðdsómi voru felldar úr gildi stjórnvaldsákvarðanir þess efnis að farþegar til landsins yrðu að dvelast á sóttvarnahóteli því ekki þótti vera lagastoð fyrir þessari grein í reglugerðinni.

Krafa Kinga um miskabætur er byggð á ákvæði stjórnarskrárinnar um að enginn verði sviptur frelsi nema með lögum og að hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta. Sagði hún ljóst að brotið hefði verið gegn stjórnskrárvörðum réttindum hennar án viðhlítandi lagastoðar.

Kinga byggði kröfu sína um miskabætur einnig á því að hún hafi verið reiðubúin að dveljast í heimasóttkví og hafi gert ráðstafanir til þess. En þess í stað hafi hún verið vistuð á litlu hótelherbergi þar sem möguleikar hennar til að komast undir bert loft voru verulega takmarkaðir. Einnig hafi henni verið meinað að fara í göngutúr sér til heilsubótar þrátt fyrir að það hafi staðið öðrum til boða. Henni var ekki ljóst hvenær hún gæti matast eða hvenær henni yrði frjálst að yfirgefa sóttvarnahúsið. Telur hún að í þessu hafi falist ómannúðleg og vanvirðandi meðferð.

Í stefnunni er vísað til dómafordæma þar sem fólki hefur verið dæmdar skaðabætur fyrir ólöglegt varðhald. Kinga var vistuð í tvo sólarhringa á sóttvarnahótelinu og er farið fram á 500 þúsund krónur fyrir hvern sólarhring, samtals eina milljón króna.

Ekki vanvirðandi meðferð, en lagastoð skorti

Dómur var kveðinn upp í málinu Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var fallist á að Kinga ætti rétt til miskabóta því lagastoð hafi skort fyrir nauðungarvistuninni. Hins vegar var ekki fallist á það sjónarmið að hún hafi orðið fyrir ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð.

Voru henni dæmdar 60 þúsund krónur í miskabætur en hún krafðist einnar milljónar. Málskostnaður fellur niður.

 

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“