Það eru tímamót í lífi Paul Pogba en franski miðjumaðurinn er að yfirgefa herbúðir Manchester United eftir sex ára dvöl.
Þetta er í annað sinn sem Pogba labbar frítt frá félaginu og aftur setur hann stefnuna til Juventus.
Pogba er umdeildur karakter en hann hefur gleðina að vopni utan vallar.
Nú er að koma út ný heimildarmynd um hann á Amazon Prime þar sem Pogba fer yfir líf sitt. Mino Raiola sem lést á dögunum er á meðal þeirra sem koma fyrir í myndinni.
Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.