fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

„Þessu verður að linna“ – Dularfullar nálaárásir valda heilabrotum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 06:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint: Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 300 Frakkar hafa verið stungnir með nálum í næturklúbbum og á tónleikum í landinu á síðustu mánuðum. Þetta gerðist algjörlega fyrirvaralaust. Fjölmargir læknar og lögreglumenn vinna að rannsókn á þessu en eru engu nær um hver eða hverjir eru að verki eða af hverju þetta er gert.

Ekki er heldur vitað hvort einhverju var sprautað í fólkið, eiturlyfjum eða einhverju öðru. Sky News skýrir frá þessu.

Flest fórnarlömbin eru konur og á flestum þeirra voru greinileg ummerki um að þau hefðu verið stungin, oft marblettir. Sumir segjast hafa orðið óstyrkir eftir stunguna.

Þetta er ekki einskorðað við Frakkland. Bresk lögreglan er að rannsaka mál af þessu tagi og það eru hollenska og belgíska lögreglan einnig að gera.

Í Frakklandi hafa blóðsýni verið tekin úr fórnarlömbum til að rannsaka hvort þau hafi verið smituð af HIV-veirunni eða lifrarbólgu en engin dæmi um slíkt hafa komið upp enn sem komið er.

302 hafa lagt fram kæru hjá frönsku lögreglunni vegna mála af þessu tagi. Þau komu upp víða um landið. Lögreglan er að rannsaka málin en enginn hefur verið handtekinn, engar nálar hafa fundist og ekki er vitað hver ástæðan fyrir þessu er.

Rapparinn Dino hélt tónleika í Strassborg í vikunni. Hann gerði hlé á þeim til að ræða þetta og sagði meðal annars: „Þessu verður að linna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést