Ekki er heldur vitað hvort einhverju var sprautað í fólkið, eiturlyfjum eða einhverju öðru. Sky News skýrir frá þessu.
Flest fórnarlömbin eru konur og á flestum þeirra voru greinileg ummerki um að þau hefðu verið stungin, oft marblettir. Sumir segjast hafa orðið óstyrkir eftir stunguna.
Þetta er ekki einskorðað við Frakkland. Bresk lögreglan er að rannsaka mál af þessu tagi og það eru hollenska og belgíska lögreglan einnig að gera.
Í Frakklandi hafa blóðsýni verið tekin úr fórnarlömbum til að rannsaka hvort þau hafi verið smituð af HIV-veirunni eða lifrarbólgu en engin dæmi um slíkt hafa komið upp enn sem komið er.
302 hafa lagt fram kæru hjá frönsku lögreglunni vegna mála af þessu tagi. Þau komu upp víða um landið. Lögreglan er að rannsaka málin en enginn hefur verið handtekinn, engar nálar hafa fundist og ekki er vitað hver ástæðan fyrir þessu er.
Rapparinn Dino hélt tónleika í Strassborg í vikunni. Hann gerði hlé á þeim til að ræða þetta og sagði meðal annars: „Þessu verður að linna.“