fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Eiga Vesturlönd að niðurlægja Pútín eða reyna að hjálpa honum?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 06:59

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, vill koma í veg fyrir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, telji sig hafa verið niðurlægðan. Aðrir vilja vinna glæstan hernaðarlegan sigur á Rússum og niðurlægja Pútín á þann hátt.

Valdhafar á Vesturlöndum eru ekki samstíga í hversu langt á að ganga í þessu og margir reyna að hafa áhrif á skoðanir þeirra.

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, er meðal þeirra sem skilja ekki af hverju sumir valdhafar eiga í samskiptum við Pútín og segist ekki skilja af hverju Macron og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hringi sífellt í Pútín. „Ég sé ekki að þessi samtöl skili neinu. Pútín hefur ekki breytt stefnu sinni vegna þeirra. Í mínum augum er engin ástæða til að ræða við hann,“ sagði hún nýlega í samtali við Der Spiegel og bætti við: „Hvernig á Pútín að fatta að hann er einangraður þegar fjöldi fólks hringir í hann?“

Það er ljóst að það er mikill munur á skoðunum valdhafa á Vesturlöndum hvernig sé hægt að binda enda á stríðið í Úkraínu sem fyrst. Sumir telja að Vesturlönd verði að aðstoða Pútín við að koma sér út úr stríðinu án þess að hann verði fyrir alltof miklum álitshnekki. Síðan eru hinir sem vilja að Rússar verði gjörsigraðir.

Líta má á Macron sem einn þeirra sem vilja fara mjúku leiðina að Pútín en Kallas er í hópi harðlínufólks. „Ég sé aðeins eina lausn og það er hernaðarsigur Úkraínu. Það verður að hrekja Rússa aftur til Rússlands. Þess vegna verðum við og aðrir að halda áfram að senda vopn,“ sagði hún.

Macron hefur áhyggjur af viðbrögðum Pútíns ef honum finnst hann vera króaður af úti í horni, að hann geti gripið til örþrifaráða til að bjarga orðspori sínu og hugsanlega lífi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi