Þetta sögðu tveir stjórnmálamenn í Primorskij Kraj, sem er í austanverðu Rússlandi, nýlega. Þeir eru báðir í kommúnistaflokknum. BBC skýrir frá þessu.
Það var Leonid Vasukevij, þingmaður á héraðsþinginu, sem setti gagnrýnina fram á þingfundi: „Ef landið okkar stöðvar ekki hernaðaraðgerðina mun munaðarlausum börnum í landinu fjölga. Ungt fólk hefur látist og örkumlast í hernaðaraðgerðinni. Þetta unga fólk hefði getað gert landinu gagn.“
Þegar hér var komið við sögu byrjuðu aðrir þingmenn að skamma hann og yfirgnæfa hann og Gennady Sjulga, félaga hans úr kommúnistaflokknum, sem studdi hann. Þrír aðrir þingmenn studdu málflutning þeirra.
Video of Primorsky Krai Communist Party councillor Leonid Vasyukevich demanding a withdrawal of troops from Ukraine on behalf of himself and four colleagues. The speaker warns him and tells him to stop, another councillor says he has a right to speak. https://t.co/1aBbvqgRtb
— X Soviet 🇺🇦 (@XSovietNews) May 27, 2022
Þetta hefur að vonum vakið athygli erlendra fjölmiðla en það athyglisverðasta í þessu máli er að rússneskir fjölmiðlar hafa fjallað um það.
Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studiers, skrifaði á Twitter að umfjöllun rússneskra fjölmiðla um málið gæti verið „hljóðlát mótmæli“. Í samtali við TV2 sagði hann: „Þeir endurtaka gagnrýnina og þannig breiðist hún út. Þetta eru fjölmiðlar, sem starfa á landsvísu, sem hafa vitnað í orð hans um látna og örkumlaða. Þeir skrifa það sem sagt var og auðvitað um viðbrögðin við því.“
Mótmæli Vasukevij og félaga enduðu með að Anatolij Dolgatjve, leiðtogi kommúnista á þinginu, gagnrýndi þá. Hann sagði að flokkurinn muni leggja pólitískt mat á það sem þeir gerðu og grípa til þyngstu aðgerða sem séu í boði. „Þið vanvirðið rússneska kommúnistaflokkinn með ummælum af þessu tagi,“ sagði hann.