fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Kári gagnrýndi Hörð og Albert: „Þú ert vinur minn og allt það, þetta gengur bara ekki“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 21:00

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margt jákvætt en hlutir sem þarf að laga. Við vorum að bera virðingu fyrir gömlu gildunum,“ sagði Rúrik Gíslason sérfræðingur Viaplay eftir 2-2 jafntefli Íslands á útivelli gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld.

Arnór Sigurðsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands í leiknum og Kári sagði að liðið hefði sýnt skipulag þegar leið á leikinn.

„Þegar við vorum komnir í skotgrafirnar þá leit þetta skipulag vel út, menn létu leika á sig undir lokin þegar þeir voru þreyttir á þungum velli. Þeir sköpuðu færi undir blálokin,“ sagði Kári.

„Ég myndi segja að jafntefli var sanngjarnt, þeir byrjuðu betur og svo tókum við þetta. Þeir eru betri í byrjun leiks og lok leiks og svo er heppni að þeir skori ekki sigurmarkið.“

Í fyrra marki Ísrael litu þeir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason illa út. „Mér finnst þetta svo dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn,“ segir Kári

Kári skildi ekki af hverju Albert Guðmundsson kom inn sem fremsti maður þegar leið á leikinn. „Ég held að hún hafi verið ákveðin skipting fyrir leik, leikurinn var þannig að við vorum yfir 2-1 og það er fyrirsjáanlegt hvað geirst í lok leikja. Þá ertu til baka, þá koma lengri sendingar og þá þarft þú target til að hitta. Þá skiptir þú ekki Albert inn sem solo framherja, það þarf stóran og sterkan sem boltinn límist við,“ sagði Kári.

Kári fór svo yfir Albert þegar hann fór í návígi í leiknum og sagði þarna ástæðuna fyrir því að Albert hefði byrjað á bekknum. „Þarna ertu með svarið við því,“ sagði Kári.

Í öðru marki Ísrael var Hörður Björgvin Magnúsosn sofandi og missti boltann yfir sig, Kári gagnrýndi hann harkalega.

„Sko, Hörður. Þú ert vinur minn og allt það, þetta gengur bara ekki. Þú kemur út á sléttu eftir, þú verður að líta um öxl. Hann er fyrir miðju markinu, þú mátt ekki sogast á boltann. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu. Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður er ekki í. Höddi þú verður að gera betur,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neymar ýtir undir stærstu samsæriskenningu fótboltans – Níunda skiptið á síðustu tíu árum

Neymar ýtir undir stærstu samsæriskenningu fótboltans – Níunda skiptið á síðustu tíu árum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum
433Sport
Í gær

Erfiður föstudagur hjá Rikka G – „Ég fékk tvenn skilaboð og kvíðakast“

Erfiður föstudagur hjá Rikka G – „Ég fékk tvenn skilaboð og kvíðakast“
433Sport
Í gær

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United