fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur lesa ljótu athugasemdirnar um sig – „Sá þig þarna vildi skjóta mig“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 14:04

Samfélagsmiðlastjörnurnar sem lesa upp ljótu athugasemdirnar - Fyrir miðju má sjá Ólaf Jóhann sem gerði myndbandið - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gaf samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Jóhann út myndband á YouTube þar sem sjá má hann sjálfan og fleiri samfélagsmiðlastjörnur lesa upp ljótar athugasemdir sem skrifað var við efni frá þeim. Um er að ræða fyrstu 12 mínúturnar í lengra myndbandi sem birtist í heild sinni á íslensku streymisveitunni Uppkast.

„Mean Comments the Movie“ nefnist myndbandið og í því má sjá samfélagsmiðlastjörnur á borð við Vilhelm Neto, Emblu Wigum og Arnar Gauta Arnarson, sem er betur þekktur sem Lil Curly. Flestar samfélagsmiðlarstjörnurnar í myndbandinu eiga það sameiginlegt að vera nokkuð vinsælar á samfélagsmiðlinum TikTok.

Á TikTok hefur það tíðkast mikið að fólk skrifi ljótar og hatursfullar athugasemdir og kristallast það í myndbandinu sem um ræðir. Flestar athugasemdirnar koma þaðan og eru oftar en ekki afar andstyggilegar. „Ég fékk heilakrabbamein stage 4 á að horfa á þetta,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni sem lesin er upp í myndbandinu.

„Þetta er ofbeldi fyrir augun,“ segir í annarri athugasemd. „Skallaðirðu vegg eða eitthvað? Af hverju er andlitið þitt svona skakkt,“ segir í svo í annarri athugasemd. „Sá þig þarna vildi skjóta mig,“ segir svo í enn annarri athugasemd.

Fyrstu 12 mínútur myndbandsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en myndbandið í heild sinni má nálgast á Uppkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall