Dómur féll í gær í héraðsdómi Reykjaness í líkamsárasarmáli sem átti sér stað þann 10. mars 2019. Hrottaleg líkamsárás átti sér stað á veitingastaðnum Spot í Kópavogi. Ákærði og brotaþoli stóðu fyrir utan veitingastaðinn og gekk ákærði að brotaþola og skallaði hann fyrirvaralaust tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði og hlaut sár á nefið. Brotaþoli reyndi að skalla hann til baka en það var árangurslaust.
Ákærði hélt því fram að brotaþoli hafi skallað hann fyrirvaralaust og að hann hafi bara verið að verja sig. Þar að auki hélt hann því fram að hann mundi ekki eftir atvikinu.
„Ákærði, kvaðst ekki muna eftir atvikinu en ef til vill hafi maður ráðist á ákærða og hann verið að verja sig. Ákærði kvaðst ekki hafa ráðist á neinn heldur hafi verið ráðist á hann. Ákærði sagði að hann væri á ljósmyndum sem eru á meðal rannsóknargagna og hann hafi verið með þá áverka sem þar sjást á andliti hans. Ákærði kvaðst vera með versnandi flogaveiki sem m.a. valdi minnisleysi.“
Vitni sem voru með brotaþola á staðnum auk lögregluþjóna sem komu á vettvang stuttu eftir að atvikið átti sér stað staðfestu hins vegar frásögn brotaþola.
Brotaþoli krafðist skaðabóta að tæpum fjórum milljónum króna en dómur úrskurðaði að ákærði skuli greiða brotaþola 421.274 krónur í skaðabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. mars 2019 til 25. mars 2022 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola einnig 400.000 krónur í málskostnað.
Dóminn má sjá hér.