fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Leigubílstjórinn í Óshlíðarharmleiknum segir enn að rannsóknin sé vitleysa – „Þetta sýslumannsskrípi, að hann skuli standa fyrir þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Guðmundsson, bílstjóri leigubílsins sem fór út af Óshlíðarvegi í september árið 1973, með þeim afleiðingum að farþegi í bílnum, Kristinn Haukur Jóhannesson, lét lífið, hefur uppi ófögur orð um þá rannsókn sem nú hefur verið hafin á málinu, en Lögreglustjórinn á Vestfjörðum lét grafa upp líkamsleifar Kristins þann 27. ágúst síðastliðinn. Meinafræðingar og réttarlæknar munu nú rannsaka líkamsleifarnar og leggja mat á hvort Kristinn hafi í raun látist af áverkum í slysinu eða áverkar hans séu tilkomnir með öðrum hætti.

DV ræddi við sérfræðing í gær sem staðhæfði að eingöngu ein ástæða gæti verið fyrir upptöku rannsóknarinnar, að lögregluna gruni manndráp. Ákvæði um fyrningu brota útiloka aðra möguleika. Ef lögreglu grunaði eitthvert annað brot en manndráp þá hefði rannsóknin ekki verið tekin upp aftur því þá væri það brot fyrnt. Sjá nánar hér

Eitt af því sem hefur vakið undrun er að rúður og hliðarspeglar bílsins skuli hafa verið óbrotin eftir að bíllinn valt 30 metra niður bratta og stórgrýtta hlíð. „Ég tel næstum útilokað að umrætt slys hafi orðið með þeim hætti sem Höskuldur bílstjóri   segir frá. Þeir sem hafa komið að svona slysum vita að yfirleitt eru glerbrot út um allt. Þetta mál hefur verið ráðgáta alla tíð, það hef ég heyrt,“ segir fyrrverandi íbúi á svæðinu í samtali við DV.

DV ræddi við sérfræðing í bílatjónum í gær sem sagði að það væri óvenjulegt að rúður hafi ekki brotnað í bílnum við veltuna en fræðilega séð ekki útilokað ef bíllinn fór aðeins í eina veltu. Sjá nánar hér

„Þetta á aðeins heima í glæpamálunum“

Leigubílstjórinn Höskuldur Guðmundsson er 86 ára í dag og býr á Ísafirði. Hann ræddi stuttlega við DV um málið í dag en var í uppnámi og sleit símtalinu eftir stutta stund. Um rannsóknina sagði Höskuldur:

„Þetta eru fíflalæti frá A til Ö. Ekkert annað. Þetta sýslumannsskrípi, að hann skuli standa fyrir þessu. Hver er gerandinn? Það er hann sem heimilar þetta.“

Höskuldur á væntanlega við Lögreglustórann á Vestfjörðum er hann segir „sýslumannsskrípi“.

„Þetta á aðeins heima í glæpamálunum,“ segir Höskuldur ennfremur og á við að rannsóknin sé óviðeigandi þar sem þetta sé ekki glæpamál.

DV spurði Höskuld hvaða skýringar hann hafi á því að rúður hafi ekki brotnað í bílnum við veltuna og brást hann reiður við:

„Hvers konar kjaftæði er þetta? Þetta liggur allt fyrir og er ekki til umræðu meir. Svona kjaftæði. Einhver rógsherferð.“

Aðspurður sagði Höskuldur að lögregla hefði ekki haft samband við sig vegna málsins. „Enginn,“ var orðrétt svar Höskulds við þeirri spurningu.

Lykilvitni er sjötug kona í Kópavogi

Þrjár manneskjur eru sagðar hafa verið í bílnum kvöldið örlagaríka. Höskuldur ók bílnum en frammi í stað kona sem þá var 21. ár, tveimur árum eldri en Kristinn heitinn. Konan sati í farþegasæti frammi í en Kristinn er sagður hafa legið í aftursætinu og verið mjög drukkinn. Höskuldur og konan sluppu lítið meidd frá slysinu en Kristinn lét lífið.

Umrædd kona er á lífi í dag og býr í Kópavogi. Er hún sjötug að aldri. Hún hefur ekki gefið færi á sér er DV hefur reynt að ræða við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“