fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hollywoodstjarna sprellar með Ísland á Twitter: „Þetta er bara grjót og mosi“

Fókus
Fimmtudaginn 2. júní 2022 11:00

Rainn Wilson er mikill Íslandsvinur og náttúruunnandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-leikarinn Rainn Wilson er staddur á Íslandi og nýtur náttúru landsins í botn. Wilson er mikill Íslandsvinur og hefur oft gert sér ferð hingað til lands við leik og störf. Meðal annars fór hann með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann fyrir nokkrum árum auk þess sem hann hefur tekið upp sjónvarsþætti um loftlagsvánna hérlendis sem og haldið fyrirlestur um trú sína en Wilson er Bahá’í trúar.

Í myndbandinu sem Wilson birti á Twitter greinir hann nokkuð alvarlegur frá því að landslag og náttúru Íslands sé nú ekki upp á marga fiska. „Þetta er bara grjót og mosi,“ segir hann. Á meðan snýr hann myndavélinni nokkrum sinnum og meðal annars blasir við stórkostleg útsýni yfir Glym. Af samhengingu er augljóst að Hollywood-stjarnan er að grínast sem fylgjendur hans kunna vel að meta.

Wilson öðlast heimsfrægð með hlutverki sínu sem Dwight Shrews í sjónvarpsþáttunum The Office og nýtur eflaust enn ávaxtanna af velgengni þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“