Að fá frábæran leikmann frítt er draumur hjá mörgum félögum, ekkert kaupverð og góður leikmaður getur heillað.
Nú er sá tími árs þar sem leikmenn á Englandi eru að verða samningslausir og því geta þeir farið að ræða við önnur félög.
Manchester United hefur staðfest að Paul Pogba og Jesse Lingard fari frítt en báðir verða eftirsóttir.
James Milner gæti farið frítt frá Liverpool og Christian Eriksen sem var frábær hjá Brentford getur farið frítt.
Sky Sports tók saman draumalið með leikmönnum á Englandi sem geta farið frítt.