Manchester United hefur greint frá því að Jesse Lingard sé að fara frá félaginu þegar samningur hans er á enda.
Samningur Lingard rennur út 1 júlí en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki síðustu ár.
United hafði fyrr í dag greint frá því að Paul Pogba væri að fara frítt frá félaginu.
Lingard fer sömu leið en hann er orðaður við West Ham, Everton, Newcastle og fleiri liði.
Lingard hefur verið hjá United í meira en tuttugu ár en hann ólst upp hjá félaginu en fer nú á nýjar slóðir.