Manchester United hefur staðfest að Paul Pogba fari frítt frá félaginu í sumar en samningur hans er á enda í lok júní.
Sex ára endurkoma Pogba er á enda en félagið borgaði 89 milljónir punda fyrir hann árið 2016.
Þá kom hann frá Juventus og nú stefnir allt í það að Pogba fari aftur frítt til Juventus líkt og fyrir tíu árum.
Pogba spilaði 233 leiki fyrir United og félagið segir í yfirlýsingu að það eigi að hylla Pogba fyrir frammistöður sínar.
Pogba hefur verið umdeildur á meðal stuðningsmanna félasins en hann hefur ítrekað viljað losna frá félaginu.