fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

„Hann bannaði mér að fara í skóla, var of heimsk“ – Áttunda kvörtunin af tíu

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 1. júní 2022 10:17

Mynd úr safni Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af tíu mæðrum sem hefur sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna vinnubragða matsmanns í forsjármáli segir í kvörtuninni að samkvæmt niðurstöðum persónuleikaprófa sé látið í ljós að hún sé vænisjúk en matsmaður taki ekki tillit til þess að hún segist vera þolandi ofbeldis og með áfallastreituröskum „sem í eðli sínu lýsir sér í því að vera stöðugt hrædd og á varðbergi.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf án ofbeldis sem sagt var frá um miðjan mánuðinn en þar kom fram að alls tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.“  Umræddir sálfræðingar eru þrír, þau Guðrún Oddsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson.

DV hefur óskað eftir viðbrögðum frá þeim öllum þremur – Guðrúnu, Rögnu og Gunnars Hrafns – vegna umræddra kvartana en engin svör hafa borist.

Sjá einnig: Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Afrit af þessum tíu kvörtunum fylgdu tilkynningunni frá Líf á ofbeldis sem eru baráttusamtöku mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.

Sjá einnig: Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara

Kvörtunin sem greint er frá hér að ofan er vegna starfa Rögnu Ólafsdóttur sem matsmanns í forsjármáli og var send til embættis landlæknis þann 28. apríl 2022, sem og til siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands 5. maí 2022.

Í kvörtuninni segir einnig að matsmaður hafi litið framhjá vísbendingum um að móðir sé raunverulega þolandi ofbeldis af hálfu barnsföður þrátt fyrir að í málsgögnum komi fram að geðheilsa hennar hafi verið mjög slæm fyrstu tvö árin eftir skilnað. Móðir segist hafa sagt Rögnu frá andlegu ofbeldi sem byrjaði strax þegar hún var ólétt af elsta barni þeirra: „Hann þagði og hunsaði mig vikum saman ef ég hló vitlaust eða andaði of hátt. Ég þorði varla að tala. Ég þurfti að vera heimavinnandi og sjá um allt og hann bannaði mér að fara í skóla, var of heimsk.“

Afrit af kvörtun vegna starfa Rögnu Ólafsdóttur í heild sinni:

Ég vil leggja fram kvörtun vegna matsgerðar Rögnu Ólafsdóttur í forsjármáli mínu við barnsföður minn árið 2021.

Matsmaður notast við persónuleikapróf sem hafa mjög mikið vægi í niðurstöðukafla. Ég geri athugasemd við notkun slíkra prófa í þeim tilgangi að meta mun á forsjárhæfni milli foreldra af sitthvoru kyninu. Ég óska eftir því að það verði kannað hvað rannsóknir sýna um það hvernig kyn hefur áhrif á niðurstöður slíkra prófa, og hvort reynsla af ofbeldi geti haft áhrif á niðurstöðu slíkra prófa. Ef svo er, tel ég athugavert að matsmaður notist við slík próf í matsgerð og minnist ekki á þessa galla í prófunum. 

Á bls. x í matsgerð segir matsmaður að niðurstöður persónuleikaprófa hjá mér rími við aðrar athuganir matsmanns. Í niðurstöðum þessara prófa er látið í ljós að ég sé vænisjúk, en matsmaður tekur ekkert tillit til þess að ég segist vera þolandi ofbeldis og með áfallastreituröskun, sem í eðli sínu lýsir sér í því að vera stöðugt hrædd og á varðbergi. Matsmaður lítur einnig framhjá vísbendingum um að ég sé raunverulega þolandi ofbeldis barnsföður míns, en á bls. x kemur fram að geðheilsa mín var í mjög slæmum málum fyrstu tvö árin eftir skilnað. Ég sagði henni alveg frá andlegu ofbeldi sem byrjaði strax þegar varð ólétt af elsta barni okkar. Hann þagði og hunsaði mig vikum saman ef ég hló vitlaust eða andaði of hátt. Ég þorði varla að tala. Ég þurfti að vera heimavinnandi og sjá um allt og hann bannaði mér að fara í skóla, var of heimsk.

Á bls. x í matsgerð kemst matsmaður að þeirri niðurstöðu að faðir hafi aldrei reynt að koma í veg fyrir samskipti barns við mig og að ég ein beri ábyrgð á tengslarofi við barnið, en vísar ekki í neitt máli sínu til stuðnings. 

Matsmaður lítur framhjá því í niðurstöðum að á bls. x kemur fram hræðileg líðan barnsins og verulega léleg skólasókn og námsleg staða, en faðir er ekki látinn taka neina ábyrgð á þeirri stöðu þrátt fyrir að ég hafi ekki haft neina umgengni við barnið á þeim tíma. 

 

Sjá einnig: „Hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi“ – Ein af kvörtununum tíu í heild sinni

Sjá einnig: Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni

Sjá einnig: Móðir segir að sonur sé „kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa“ – Þriðja kvörtunin af tíu í heild sinni

Sjá einnig:  Helga Sif segir matsmann hafa gaslýst dóttur sína – „Hvað er eiginlega að Helgu?”- Fjórða kvörtunin af tíu

Sjá einnig: Bryndís segir matsmann gera henni upp „falskar minningar“ um ofbeldi og vænir hana um lyfjaneyslu – Fimmta kvörtunin af tíu

Sjá einnig: „Faðir frelsissvipti barnið í marga sólarhringa“ og setti staðsetningarbúnað í síma – Sjötta kvörtunin af tíu

Sjá einnig: Melkorka: „Gerði mig að skotmarki og niðurlægði mig ítrekað í dómssal“ –  Sjöunda kvörtunin af tíu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“