fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Pressan

Borðaði ekkert nema samlokur með lauksnakki í 23 ár

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 23 ár af því að borða það sama alla daga er 25 ára kona laus undan áráttunni en að hennar sögn er það þökk sé dáleiðslumeðferð. Í einni breskustu sögu síðari ára hefur Zoe Sadler einhvern veginn náð að lifa nær einungis á samlokum með osti og kartöfluflögum með laukbragði. Hún segist hafa orðið veik af öllum öðrum mat.

„Mamma og pabbi sögðu að ég smakkaði ýmislegt annað þegar ég var ungbarn en að ég ygldi mig eða hreinlega neitaði að setja það upp í mig,“ sagði hin 25 ára Zoe við Metro.

„Það eina sem mamma gat fengið mig til að kyngja var greinilega snakk sem ég saug á þangað til það varð mjúkt. Ég man þegar ég var í skólanum og var alltaf með snakksamlokur í nestisboxinu. Þær voru það eina sem mér fannst gott að borða,“ bætti hún við.

Dáleiðslusérfræðingur veitti henni meðferð

Það voru tveir hlutir sem urðu til þess að hún ákvað að leita sér hjálpar. Það fyrsta var að hún var að gifta sig og vildi með öllum líkindum snæða á einhverju aðeins ríkulegra en venjulega. Svo var hún einnig greind með sjúkdóminn MS og hugsaði með sér að „hún yrði að gæta meiri hollustu.“

Dáleiðslusérfræðingurinn David Kilmurry veitti henni meðferð fyrir svokallaða sértæka átröskun. Hún segir mikinn létti að geta loksins borðað „almennilega máltíð.“

Bragðlaukarnir hennar eru svo sannarlega búnir að þroskast. Hún segist „ekki trúa því hvað jarðarber eru góð“ og að hún hafi meira að segja smakkað chillismokkfisk á veitingastaðnum Wagamama sem var víst „ákaflega sterkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“