fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Var talin látin tíu daga gömul – Hvað varð um Delimar?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 31. maí 2022 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum fyrir jól 1997 braust út eldur á heimili Luz Cuevas í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum. Luz hljóp skelfingu lostin í gegnum reykmökkinn að herbergi 10 daga gamalli dóttur sinnar, Delimar, en barnið lá ekki í vöggu sinn og var reyndar hvergi að finna.

Delimar nokkra daga gömul

Luz vissi ekki hvað skildi halda en sneri við og náði tvö eldri börn sín og kom þeim út, illa brennd og með reykeitrun.

Hvar var barnið

Slökkvilið gekk vel að ráða að niðurlögum eldsins sem talið var fullvíst að hefði orsakast af ofhitun í framlengingarsnúru í herbergi Delimar litlu. Aftur á móti fannst hvorki tangur né tetur af barninu og var ályktað að eldurinn hefði verið slíkur að hann hefði gjörsamlega eytt líkamsleifum litlu Delimar.

Luz mótmælti hástöfum og fullyrti að barninu hlyti að hafa verið rænt, telpan hefði ekki verið í herberginu eftir að eldurinn breyst út. En það fundust engar sannanir fyrir fullyrðingum Luz og var málinu lokað af hendi yfirvalda. Luz reyndi að berjast gegn því en réð ekki við lögfræðikostnaðinn sem því fylgdi.

Það hamlaði einnig að Luz var ekki enskumælandi og með spænsku að móðurmáli.

Delimar trúði því að Carolyn væri móðir sín.

Luz harmaði lát dóttur sinnar í sex ár en velti þó alltaf fyrir sér hvað hefði raunverulega átt sér stað þessa örlagaríku nótt. Hún trúði aldrei þeirri skýringu að Delimar hefði gjörsamlega horfið í eldhafinu. Og af hverju hafði vaggan verið tóm?

Barnaafmælið

Í janúar 2004 var Luz boðin í barnaafmæli hjá vinkonu sinni og tók þar eftir sex ára stúlku sem var sláandi lík henni og börnum hennar tveimur. Hún fylltist þvílíkum grunsemdum að hún sagði stúlkunni, Aaliyah Hernandez,  að hún væri með tyggigúmmí í hárinu og bauðst til að hjálpa henni að ná því úr. Luz tókst með þessu að ná fimm hárum af höfði stúlkunnar sem hún vafði varlega inn í handklæði og setti í plastpoka.

Enginn vildi samt hjálpa Luz fyrr en hún náði eyrum þingmanns sem féllst á að hjálpa henni og samþykkti því lögregla að opna málið á ný. Aaliyah Hernandez var tekin af heimili sínu og sett í umsjón yfirvalda meðan beðið væri eftir niðurstöðum úr rannsóknum á hárunum.   Luz þorði varla að vona og beið milli vonar á ótta eftir niðurstöðunum. Þær reyndust afgerandi. Luz var móðir barnsins í afmælisveislunni. Aaliyah Hernandez var örugglega Delimar Vera. Luz brotnaði niður hágrátandi og gat ekki komið upp orði nema takk, takk, takk.

Carolyn fékk 30 ára dóm.

Carolyn

Hafin var rannsókn á málinu og smám saman kom hinn makalausi sannleikur í ljós. Delimar/Aaliyah hafði alist upp hjá konu að nafni Carolyn Correa sem hún auðvitað taldi móður sína. Þegar að lögregla hugðist handtaka Carolyn var hún hins vegar flúin.

Luz átti erfitt með að koma mynd af konunni fyrir sig en kveikti svo á perunni. Carolyn þessi var vinkona frænku föður Delimar, Pedro Vera. Luz mundi eftir að frænkan  hefði komið í heimsókn í desember fyrir sex árum síðan og tekið þessa vinkonu með sér. Luz hafði aldrei séð hana áður en átti eftir að sjá hana aftur því daginn sem bruninn varð hafði hún bankað upp á sagst hafa gleymt töskunni sinni á efri hæð hússins.

Carolyn hafði stolið Delimar litlu úr vöggu sinni og kveikt í til að hylja ránið og hugsanlega myrða móðurina. Og systkinin tvö í þokkabót.

Hún hafði aftur á móti reynst telpunni góð og ástrík móðir.

Eldurinn kom upp skömmu eftir að Carolyn yfirgaf húsið. Hún sagði fyrrverandi eiginmanni sínum að hann væri faðirinn og hefði hún fætt barnið heima. Hún nefndi telpuna Aaliyah og næstu þrjú árin trúði eiginmaðurinn fyrrverandi að hann væri faðirinn. Að þremur árum liðnum fór hann að gruna að að svo væri ekki og fór frá á rannsókn sem staðfesti grun hans um að hann ætti ekki telpuna. Honum datt á móti aldrei í hug að Carolyn væri ekki móðirin.

Mæðgunarnar Luz og Delimar. Luz hélt að þessi dagur myndi aldrei renna upp.

Spurningum ósvarað

En öllum spurningum var þó  ekki svarað og það var talið afar líklegt að Carolyn hefði átt vitorðsmann. Luz grunaði sterklega að faðir Delimar, Pedro Vera, eða meðlimur fjölskyldu hans hefði átt hlut að máli og sagði hann aldrei hafa hafa viljað barnið. Þar að auki hafði dottið upp úr Carolyn við yfirheyrslu að ,,Pedro hefði gefið sér barnið” en aldrei tókst að staðfesta þá fullyrðingu hennar. Luz og Pedro höfðu átt í stormasömu sambandi sem hafði slitnað rétt eftir fæðingu Delimar en síðar tekið saman aftur og átt annað barn árið 1999. Samband þeirra entist þó ekki lengi eftir það. Pedro harðneitaði ásökunum og segir að hann hafði alltaf vilja dóttur sinni allt hið besta. Sagði hann ásakanirnar enn eitt dæmi um hversu Carolyn væri veik á geði.

Mæðgurnar á frumsýningu kvikmyndarinnar.

Svo fór að Carolyn var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir ránið og íkveikjuna þrátt fyrir mótmæli lögfræðinga hennar sem héldu því fram að hún væri ekki heil á geði.

Enginn annar var nokkru sinni ákærður fyrir barnsránið.

Delimar Vera

Niðurstaða

Delimar dvaldist á fósturheimilum í heilt ár á meðan að málið þvældist um í kerfinu. Svo fór að Luz og Pedro var báðum dæmt forræði yfir stúlkunni með búsetu hjá Luz og þremur öðrum börnum hennar. Við tök langt aðlögunarferli með hjálp sérfræðinga. Delimar/Aaliyah talaði til dæmis einvörðungu ensku en Luz bara spænsku auk þess sem stúlkan hafði verið tekinn frá konunni sem hún elskaði og taldi eðlilega vera móður sína en sat nú í fangelsi.

Aðlögunin tókst þó framar öllum vonum og ekki annað að sjá á Instragram aðgangi Delimar að hún sé hamingjusöm ung kona í dag.

Gerð var kvikmynd um málið árið 2008 og ber hún nafnið Little Girl Lost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu