fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Kaþólskir særingamenn stefna í kulnun vegna álags – Alltof margir andsetnir og lítill stuðningur frá biskupum

Pressan
Mánudaginn 30. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúarlegur háskóli, með stuðningi frá Vatíkaninu, framkvæmdi nýlega könnun sem sýndi fram á að kaþólskir særingamenn séu ofhlaðnir verkefnum og telji sig ekki fá nægjanlegan stuðning frá biskupum.

Ítalskir særingamenn ræddu við rannsakendur á árlegu námskeiði í særingum sem er haldið í Róm, að þessu sinni voru þátttakendur um 120 talsins sem þykir nokkuð mikið en talið er að vinsældirnar megi rekja til þess að Francis páfi styður við særingar. Hann hefur opinberlega rætt um að það þurfi að hjálpa þeim sem eru „andsetnir af illum öfum“ og hefur hann gert særingar að formlegum hluta af iðkun kaþólskrar trúar.

Særingamennirnir á námskeiðinu greindu frá því að þeir þurfti meiri stuðning frá sálfræðingum til að geta betur áttað sig á því hvort að fólk sé í andlegu ójafnvægi eða andsetið af illum öflum.

Einn særingamaður, presturinn Giuseppe Bernardi, sagðist hafa framkvæmt níu klukkustunda særingu á konu sem hreytti í hann ónotum á latínu og réðst á munka. Faðir konunnar taldi að hún væri að glíma við andleg veikindi, en móðirin og síðar Bernardi líka, töldu að hún væri andsetin af illum öflum.

Bernardi sagðist hafa leitað aðstoðar frá sálfræðingum til að geta metið hvort að umrædd kona væri andsetin eða að glíma við alvarleg veikindi, en hann hafi ekki fengið stuðning kirkjunnar við að leita þessa samráðs.

Aðrir sem tóku þátt í könnuninni lýstu sambærilegum aðstæðum þar sem þeir upplifi að kirkjan og biskupar þeirra styðji ekki við störf þeirra. Þeir fái litla sem enga aðstoð við særingarnar, þrátt fyrir að biðlistar séu langir. Einn þátttakenda sagði suma særingamenn vera að fá til sín 30-50 mál á dag.  Særingamennirnir sögðust einnig hafa þurft að framkvæma særingar á fólki með COVID-19.

Þátttakendur námskeiðsins sögðu að hægt væri að þekkja andsetið fólk á því að það sýni fram á óvenju mikinn líkamlegan styrk, kasti upp og geti skyndilega tjáð sig á latínu, hebresku eða aramísku.

Séra Pedro Barranjo segir að námskeiðið sé mikilvægur liður í því að gefa særingamönnum þau tól sem þeir þurfa í baráttu sinni við illu öflin.

Costa Rica hafði ekki einn einasta særingamann en á síðasta ári útnefndu þeir sinn fyrsta. Manila í Filippseyjum er nú með sérstaka skrifstofu og teymi fyrir særingar. Þetta var áður eins og villta vestrið þarna úti, en gæðin hafa aukist undanfarið og við erum að sjá meira samráð við sálfræðinga. Særingar hafa alltaf vakið áhuga út af kvikmyndum sem hafa verið gerðar um þær, en sannleikurinn er sá að þessir prestar þurfa þjálfun.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við