Robert Lewandowski hefur sent sterk skilaboð til stjórnarmanna FC Bayern og segist vilja burt frá félaginu í hvelli.
Samningur framherjans rennur út eftir eitt ár og hafa stjórnarmenn félagsins sagt að Lewandowski fari ekkert.
Pólski framherjinn veit hins vegar að Barcelona vill fá hann og hann vill ólmur halda til Katalóníu.
„Tími minn hjá Bayern er á enda, ég sé engan möugleika á því að spila áfram fyrir þetta félag,“ sagði Lewandowski.
Það er sagt pirra framherjann mjög að Bayern reyndi að kaupa Erling Haaland en mistókst, lítur hann á það sem vantraust.
„Bayern er gott félag og ég trúi því ekki að þeir ætli að halda mér. Ég vil ekki spila þarna áfram,“ sagði Lewandowski á blaðamannafundi pólska landsliðsins.