Ólafur Jóhannesson mun ekki vera á æfingasvæði FH næstu daga en hann er á leið í sex daga golfferð þar sem hann hleður batteríin. Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.
FH er með sjö stig eftir átta leiki í Bestu deildinni og staða stórliðsins er ekki góð. Ekkert er spilað næstu tvær vikunnar þar sem landsleikir fara fram.
„Það verður gaman að sjá Óla Jó drilla liðið sitt í golfferð næstu sex dagana með sjö stig, hann þarf að hlaða batteríin,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.
Óli tók við FH síðasta sumar og gerði vel en byrjunin á þessu sumri hafa verið mikil vonbrigði í hvíta hluta Hafnarfjarðar.
Ríkharð Óskar Guðnason sagði frá því að leikmenn FH væru einnig að fá frí. „Hann sagði í viðtali að leikmenn færu í frí, ég veit ekki hvort þetta sé réttur tímapunktur.“