Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit kvenna í höfuðsstöðvum KSÍ í dag. Tvöfaldir meistarar Víkings Reykjavíkur í karlaflokki fara á Selfoss og mæta þar heimamönnum á meðan að Bikarmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki taka á móti Þrótturum.
16-liða úrslit karla:
ÍA – Breiðablik
FH – ÍR
KA – Fram
Selfoss – Víkingur R.
Ægir – Fylkir
HK – Dalvík/Reynir
Njarðvík – KR
Kórdrengir – Afturelding
8-liða úrslit kvenna:
Valur – KR
Selfoss – Þór/KA
ÍBV – Stjarnan
Breiðablik – Þróttur R.
Kvennamegin fara viðureignirnar fram 11-12 júní hjá og 26-27 júní karlamegin.