fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Rússar reikna með mjög miklum tekjum af olíu- og gassölu á árinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 16:00

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld reikna með að tekjur af sölu olíu og gass á árinu verði miklu meiri á árinu en áður var reiknað með. Ekki er um neina smá aura að ræða því reiknað er með að tekjurnar verði sem nemur um 2.000 milljörðum íslenskra króna hærri en áður var reiknað með.

Anton Siluanov, fjármálaráðherra, skýrði frá þessu í sjónvarpsviðtali á föstudaginn. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi í hyggju að nota þessa peninga frekar en að leggja þá til hliðar.

Meðal þeirra sem munu fá hluta af þeim eru ellilífeyrisþegar, barnafjölskyldur og herinn til að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Vesturlönd hafa gripið til víðtækra refsiaðgerða gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu en þær refsiaðgerðir hafa ekki enn haft nein markverð áhrif á útflutning þeirra á olíu og gasi.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gerði nýlega grín að refsiaðgerðunum og sagði að „ruglingslegar aðgerðir“ Evrópu hafi aukið tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi.

Nokkrum vikum eftir innrásina bönnuðu bandarísk stjórnvöld allan innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið hefur viðrað hugmyndir um svipað bann en illa hefur gengið að ná samstöðu innan sambandsins um það.

BBC segir að bann við innflutningi á rússneskri olíu og gasi muni hafa meiri afleiðingar fyrir Evrópu en Rússland því aðeins sjö prósent af olíuinnflutningi Bandaríkjanna er frá Rússlandi en í Evrópu kemur fjórðungur olíunnar frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi