fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Tveir fjallgöngumenn létust þegar stórir ísklumpar hrundu á þá

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 06:31

Grand Combin í Svissnesku Ölpunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fjallgöngumenn létust og níu slösuðust þegar risastórir ísklumpar hrundu yfir þá í Svissnesku ölpunum.

Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hrundu risastórir ísklumpar niður úr Grand Combin í Val de Bagnes héraði í Valais kantónu og lentu á fjallgöngumönnum fyrir neðan.

Sjö björgunarþyrlur voru sendar á vettvang og voru allir fjallgöngumennirnir á svæðinu fluttir á brott með þeim en þeir voru 17 í heildina.

Hin látnu voru fertugur Frakki og 65 ára Spánverji. Tveir af þeim níu sem slösuðust hlutu alvarlega áverka.

Grand Combin er 4.313 metrar á hæð og liggur á milli Val de Bagnes og Entremont.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Í gær

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar