Lavrov vísaði þessu á bug í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1. Hann sagði ekkert benda til að Pútín sé veikur.
Heilsufar og einkalíf hins tæplega sjötuga forseta er sjaldan til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum en Pútín hefur alla tíð reynt að halda upplýsingum um einkalíf sitt og heilsufar frá fjölmiðlum og almenningi og tekist vel upp.
„Ég held ekki að fólk, sem er með fullu viti, geti séð merki um sjúkdóm hjá honum,“ sagði Lavrov og vísaði til þess að Pútín hafi komið margoft fram opinberlega: „Þú getur séð hann á skjánum, lesið og heyrt ræðurnar hans. Ég læt samvisku þeirra, sem breiða út svona orðróm, þetta eftir.“
Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa orðrómar verið á kreiki um að Pútín sé veikur en þeir hafa ekki verið staðfestir. Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði nýlega í samtali við Sky News að Pútín sé alvarlega veikur af krabbameini.
Ónafngreindur njósnari sagði nýlega að Pútín eigi aðeins tvö til þrjú ár eftir ólifuð vegna krabbameins. Bæði Independent og Mirror skýrðu frá þessu. The Daily Star bætti um betur í gær og hafði eftir háttsettum heimildarmanni hjá bresku leyniþjónustunni MI6 að Pútín sé hugsanlega dáinn og notast sé við tvífara hans til að láta líta út fyrir að hann sé á lífi.
Segir að Pútín sé hugsanlega dáinn og tvífari hans komi fram í hans stað