fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Lavrov segir að Pútín sé ekki veikur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 08:00

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki rétt að Vladímír Pútín, forseti, sé veikur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um það að undanförnu.

Lavrov vísaði þessu á bug í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1. Hann sagði ekkert benda til að Pútín sé veikur.

Heilsufar og einkalíf hins tæplega sjötuga forseta er sjaldan til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum en Pútín hefur alla tíð reynt að halda upplýsingum um einkalíf sitt og heilsufar frá fjölmiðlum og almenningi og tekist vel upp.

„Ég held ekki að fólk, sem er með fullu viti, geti séð merki um sjúkdóm hjá honum,“ sagði Lavrov og vísaði til þess að Pútín hafi komið margoft fram opinberlega: „Þú getur séð hann á skjánum, lesið og heyrt ræðurnar hans. Ég læt samvisku þeirra, sem breiða út svona orðróm, þetta eftir.“

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa orðrómar verið á kreiki um að Pútín sé veikur en þeir hafa ekki verið staðfestir.  Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði nýlega í samtali við Sky News að Pútín sé alvarlega veikur af krabbameini.

Ónafngreindur njósnari sagði nýlega að Pútín eigi aðeins tvö til þrjú ár eftir ólifuð vegna krabbameins. Bæði Independent og Mirror skýrðu frá þessu. The Daily Star bætti um betur í gær og hafði eftir háttsettum heimildarmanni hjá bresku leyniþjónustunni MI6 að Pútín sé hugsanlega dáinn og notast sé við tvífara hans til að láta líta út fyrir að hann sé á lífi.

Segir að Pútín sé hugsanlega dáinn og tvífari hans komi fram í hans stað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri

„Kvittana-veggur“ Musk átti að dásama afrek hans – Nú hverfa kvittanirnar ein af annarri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi