Það ríkti fögnuður í Liverpool-borg í dag er félagið efndi til hátíðahalda eftir sögufrægt tímabil.
Karlaliðið vann ensku bikarkeppnina og enska deildarbikarinn en beið lægri hlut í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid hafði betur með einu marki gegn engu.
Liverpool var þar að auki nálægt því að vinna ensku úrvalsdeildina en Manchester City klófesti titilinn í fjórða sinn á fimm árum með einu stigi meira en Jurgen Klopp og lærisveinar hans.
Moments to cherish. Thank you for your incredible support ❤️ pic.twitter.com/eEzTfty9rF
— Liverpool FC (@LFC) May 29, 2022
Champion in my city 👑 😎 pic.twitter.com/ocTJRAKQq5
— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 29, 2022
„Þetta er besti klúbbur í heimi. Það er ekkert annað lið í heiminum sem gæti tapað úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og fólk svo mætt hingað 24 klukkutímum seinna og fagnað svona. Þetta er besti klúbbur í heimi. Mér er sama hvað öðru fólki finnst,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins kampakátur.
Þá varð kvennaliðið sigurvegari í næstefstu deildinni á Englandi og leikur því í ensku Ofurdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann deildina með 52 stig, 11 stigum meira en London City Lionesses sem endaði í öðru sæti.
„This is the best club in the world“ ❤️ pic.twitter.com/zMsyC5Q5FB
— Liverpool FC (@LFC) May 29, 2022