fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Mannskæðustu skotárásirnar í skólum Bandaríkjanna – Faraldur sem ekki sér fyrir endann á

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 29. maí 2022 20:00

Fyrir utan Robb barnaskólann í Texas. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni sem leið voru 21 manns skotinn til bana í barnaskóla í Texas fylki Bandaríkjanna, þar af sjö börn og tveir kennarar. Morðin eru þau síðustu í röð fjölda skotárása í skólum Bandaríkjanna og má að miklu leyti rekja þessa skelfilegu þróun til morðanna í Columbine skólanum árið 1999 þar sem að tveir nemendur skutu 21 til bana, þar af 19 nemendur.

Upptaka úr öryggismyndavél frá morðunum í Columbine.

Auðvitað voru skotárásir ekki óþekktar í Bandaríkjunum og er sú fyrsta skráð snemma á 18. öld. Aftur á móti var oftar en ekki um að ræða árás aðila á hendur einstaklingi sem viðkomandi þekkti. Í flestum tilfellum lést enginn en væri um mannfall að ræða lést næstum alltaf einn. Í tveimur tilfellum létust 5, einu sinni 6 og einu sinni 7.

Eina undantekningin er í Texas háskóla, sem lesa má hér að neðan, undanskilin.

Ekki haldið utan um tölfræðina

Eins og merkilegt og það má teljast halda yfirvöld enga tölfræði um skotárásir í skólum, að minnsta kosti enga sem aðgengileg er almenningi. Fjölmiðlar hafa aftur á móti reynt að halda utan um slíka tölfræði og er hún sláandi. Tölurnar eru þó sennilegast hærri þar sem lítið fer fyrir skotárásum þar sem ,,aðeins” einn eða tveir er skotnir til bana.

Nákvæmustu tölurnar eru yfir skotárárásir þar sem fjórir eða fleiri látast en þá flokkast árás yfirleitt sem fjöldamorð. Það er þó hvergi til nákvæm skilgreining en yfirleitt er miðað við þá tölu.

Sprengja eftir Columbine

Tölurnar frá árunum eftir Columbine morðin er sláandi. Það hafa verið fjórtán skotárásir í skólum þar sem fjórir eða fleiri hafa látist. Fjöldi látinna er 169-185 en bandarískir fjölmiðlar eru ekki einhuga um nákvæma tölu. 369 hafa særst alvarlega.

Eru þá minna særðir ekki taldir með né þeir sem urðu fyrir því skelfilega áfalli að verða vitni að slíkum ódæðisverkum.

311 þúsund börn hafa upplifað einhvers konar ofbeldisverk þar sem skotvopn koma við sögu og það sem af er árinu hafa verið skráð 24 tilfelli í skólum þar sem byssur koma við sögu – á dag.

Þar af eru 27 tilvik þar sem skotvopn hafa verið notuð innan skóla eða á skólalóð.

Listinn

Hér má sjá lista yfir banvænustu skotárásir í bandarískum skólum og voru allar nema ein framdar eftir Columbine voðaverkið árið 1999.

Miðað er við morð á sjö einstaklingum eða fleiri enda hefði grein þessi orðið þrefalt lengri hefðu verið teknar með árásir þar sem 4-6 létu lífið.

Virginia Tech, Virginia – 16. apríl 2007

SeungHui Cho, 23 ára nemi við skólann, myrti 32 nemendur og starfsmenn í tveimur árásum á skólann. Fyrst skaut hann nema á heimavist skólans svo og annan nema sem hugðist koma til hjálpar. Tveimur tímum síðar fór hann í aðalbyggingu skólans og hóf skothríð sem kostaði 25 nemendur og 5 starfsmenn skólans lífið. 17 slösuðust í árásinni. Cho skaut sig að morðunum loknum.

Seung-Hui Cho

Sandy Hook Elementary, Connecticut – 14. desember 2012 

Hinn tvítugi Adam Lanza skaut móður sína á heimili þeirra og fór síðan með fjórar byssur í grunnskólann og myrti 20 börn á aldrinum 6-7 ára. Hann myrti einnig fjóra kennara, skólastjórann og sálfræðing skólans. Tveir særðust. Lanza skaut sig þegar að lögreglu bar að.

Robb Elementary, Texas – 22. maí 2022

Salvador Ramos, 18 ára, fór í barnaskólann, læsti sig inni í einni skólastofunni og hóf að skjóta nemendur og kennara. Því næst skaut hann að lögreglu sem þó fór aldrei inn í skólann og slösuðust tveir lögreglumenn lítillega. Hann skaut einnig að landamæralögreglu og myrti einn. Alls myrti Ramos 19 nemendur á aldrinum 7-10 ára og tvo kennara. Ramos var skotinn til bana af lögreglu.

University of Texas, Texas – 1. ágúst 1966

Hinn 25 ára Charles Whitman, verkfræðinemi við háskólann og fyrrverandi hermaður skaut þrjá einstaklinga sem staddir voru í vatnsturni á lóð skólans. Því næst fór hann á útsýnispall turnsins og hóf skotárás sem kosta 31 mann lífið og særði 31. Um var að ræða mannskæðustu skotárás í framhaldsskóla allt til 2007.

Marjory Stoneman Douglas High School, Flórída – 14. febrúar 2018

Nikolas Cruz, 19 ára, var fyrrverandi nemandi við skólann sem hafði verið vísað frá námi vegna hegðunar. Hann kveikti á brunavarnarkerfi skólans og hóf að skjóta þegar að nemendur yfirgáfu kennslustofur. 17 létust og aðrir 17 voru særðir. Lögreglu gekk illa að finna árásarmanninn þar sem hann féll inn í hinn stóra hóp nemenda sem hlupu út úr skólanum. Hann náðist þó skömmu síðar og var dæmdur fyrir ódæðið.

Columbine High School, Colarado – 20. apríl 1999

Sennilegast er Columbine árásin þekktust þeirra og telja flestir hana kveikjuna af skotárásum í skólum sem urðu hreinleg að bylgju sem ekki sér fyrir endann á. Eric Harris, 18 ára og Dylan Klebold, 17 ára, nemendur við Columbine framhaldsskólann, fóru hlaðnir skotvopnum í skólann og skutu tvo nemendur til bana á gangi skólans auk þess að særa kennara lífshættulega. Því næst fóru þeir inn á bókasafn skólans og skutu 15 nemendur auk þess að særa 21. Þeir skiptust á skotum við lögreglumenn sem komnir voru að skólanum áður en þeir skutu sig til bana.

Santa Fe High School, Texas – 18. maí 2018

Klukkan 7:32 að morgni hóf 17 ára nemandi við skólann, Dimitrios Pagourtzis, skothríð sem varð 8 nemendur og 2 kennurum að bana auk þess að særa þrettán að auki. Pagourtzis gafst upp fyrir lögreglu og var handtekinn en var metinn með geðveilu og dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Hann dvelur enn á geðsjúkrahúsi og mun að öllum líkindum vera þar til æviloka.

Umpqua Community College, Oregon – 1. október 2015

Christopher HarperMercer, 26 ára ára nemi við skólann hóf skothríð innan veggja skólans með þeim afleiðingum að átta nemar og einn kennari létust. Níu aðrir voru særðust. HarperMercers skaut eftir stuttan skotbardaga

Red Lake, Minnesota – 1. mars 2005

Sextán ára piltur, Jeff Weise skaut afa sinn og vinkonu hans áður en hann ók að skólanum með lögreglubyssu afa síns og skaut fimm nemendur, einn kennara og öryggisvörð. Hann særði þar að auk sjö áður en hann framdi sjálfsvíg.

Oikos University, Kaliforníu – 2. apríl 2012

One L. Goh myrti 7 nemendur og særði 3 aðra í háskólanum áður en hann flúði á bíl eins fórnarlambanna. Hann var handtekinn nokkrum klukkutímum seinna en var úrskurðaður ekki heill á geði og dvelur á geðsjúkrahúsi.

California State University, Kaliforníu – 12. júlí 1976

Edward Charles Allaway, 37 ára, var bókavörður á bókasafni háskólans. Hann skaut 7 nemendur til bana á bókasafninu og særði tvo aðra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu