Jónatan Ingi Jónsson skoraði annan leikinn í röð fyrir Sogndal sem þurfti að sætta sig við 2-1 tap á heimavellii gegn Sandnes Ulf í norsku b-deildinni í dag.
Jónatan kom Sogndal á bragðið á 8. mínútu en Martin Ramsland jafnaði metin fyrir Sandnes sex mínútum síðar áður en Tommy Høiland tryggði gestunum sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Jónatan lék allan leikinn eins og Valdimar Ingimundarsson.
Sogndal er í sjöunda sæti með 14 stig eftir 9 leiki.
Bjarni Antonsson var í byrjunarliði Start er liðið tapaði óvænt 2-0 gegn Bryne. Bjarni fór af velli þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Start er í 5. sæti með 15 stig.