fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Dæmd til að greiða Þóru 638 þúsund krónur

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 14:30

Mynd: Fréttablaðið / Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska Óperan var á dögunum dæmd í Landsrétti til að greiða óperusöngkonunni Þóru Einarsdóttur 638.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þetta kemur fram í dómnum sem birtur var á vefsíðu Landsréttar en Þóra vakti athygli á niðurstöðunni í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í dag.

Við æfingar á uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019 tók Íslenska Óperan að boða einsöngvara sýningarinnar á æfingar sem voru umfram vinnuverndarákvæði í kjarasamningi stéttarfélags þeirra við Íslensku Óperuna. „Æfingaálag varð það mikið að söngvarar höfðu áhyggjur af raddheilsu sinni og heilsu almennt. Áhyggjum af þessu var ítrekað lýst við óperustjóra,“ segir Þóra í tilkynningunni.

„Þrátt fyrir það var ekki dregið úr æfingaboðum og álagi. Söngvararnir leituðu til stéttarfélags síns um útreikning á greiðslum fyrir yfirvinnutímana. Óperustjóri hafnaði því hins vegar að greiða fyrir yfirvinnu og fullyrti að samningur stéttarfélags FÍH við óperuna hefði ekkert gildi.“

Þóra Einarsdóttir höfðaði þá mál fyrir Héraðsdómi þar sem hún stefndi Íslensku Óperunni fyrir brot á kjarasamningi. Hún byggði á því að hún hefði fengið of lágar greiðslur á æfingatímabili, Íslensku Óperunni bæri að greiða yfirvinnu og launatengd gjöld eins og tilgreint er í kjarasamningnum.

Héraðsdómur dæmdi Íslensku Óperunni í hag því hann taldi að um frjálsan verksamning væri að ræða og að aðilum hefði verið frjálst að semja undir lágmarksviðmiðum kjarasamningsins. Í kjölfarið gaf Íslenska Óperan út fréttatilkynningu þar sem því var lýst yfir að löglegt hafi verið að greiða söngvurum lægri greiðslur en samkvæmt kjarasamningi.

Sjá einnig: Hneig niður á æfingu og stefnir Óperunni fyrir samningsbrot

„Dómur Héraðsdóms setti alla samninga um verkefnaráðningar sviðslistafólks í uppnám og skapaði mikla óvissu meðal söngvara um hver réttarstaða þeirra væri gagnvart Íslensku Óperunni,“ segir í tilkynningu Þóru en eftir að niðurstaða Héraðsdóms var ljós áfrýjaði Þóra dómnum til Landsréttar.

Sérstakt leyfi þurfti til vegna þess að fjárhæðin sem deilt var um í málinu var undir lágmarks áfrýjunarfjárhæð, þótt ljóst væri að málið hefði fordæmisgildi fyrir fjölmarga aðra.

„Málið er mikilvægt réttindamál fyrir söngvara“

Eins og fyrr segir liggur niðurstaða Landsréttar nú fyrir í málinu Landsréttur staðfesti að Íslenska Óperan hafi ekki farið að lögum við samningsgerð við söngvara. Féllst Landsréttur á rök og kröfur Þóru í málinu að öllu leyti. Þóra segir að um áfellisdóm yfir Íslensku Óperunni sé að ræða.

„Eins og sjá má á niðurstöðu þessa máls snýst það um mun meiri hagsmuni en aðeins þá dómkröfu sem tekist var á um í þessu máli. Málið er mikilvægt réttindamál fyrir söngvara og niðurstaðan sýnir að söngvarar líkt og aðrar starfsstéttir eiga rétt á að njóta lágmarkskjara,“ segir Þóra að lokum í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns