Mark Mohamed Salah fyrir Liverpool gegn Manchester City í 2-2 jafnteflinu á Anfield í október síðastliðnum hefur verið valið mark tímabilsins 2021-22 að mati dómnefndar.
Egyptinn dansaði framhjá nokkrum leikmönnum City áður en hann setti boltann í netið framhjá Ederson í marki gestanna og kom Liverpool í 2-1 áður en Kevin de Bruyne bjargaði stigi yfir City fimm mínútum síðar.
Salah varð markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Son Heung-min, leikmanni Tottenham, en báðir skoruðu 23 mörk á nýliðnu tímabili.
This is @MoSalah at his mesmerising, brilliant best! ✨
His solo strike against Man City is your @budfootball Goal of the Season 👏#PLAwards | @LFC pic.twitter.com/4W5xq1xJmj
— Premier League (@premierleague) May 29, 2022