fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Þingmaður hágrét í salnum þegar Tanja sagði sögu sína – „Ég var hrakin í burtu úr samfélaginu mínu“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 11:04

Til vinstri: Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir - Til hægri: Gísli Ólafsson - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttusamtökin Öfgar héldu erindi á Kynjaþingi sem haldið var í Háskóla Íslands í gær. Í erindinu, sem bar yfirskriftina Saga þolenda – hin raunverulega slaufun, var farið yfir slaufunarmenningu og sögu þolenda í gegnum aldirnar.

„Umræðan um slaufunarmenningu hefur verið hávær undanfarið þar sem fólk grætur sáran að gerendur þurfi loksins að axla ábyrgð á gjörðum sínum og geti ekki treyst lengur á brotið réttarkerfi útaf svokölluðum „dómstól götunnar“. Því ákváðum við að rekja sögu þolenda í gegnum aldirnar og varpa fram spurningunni um hina raunverulegu slaufun. Þegar sagan er skoðuð má finna allskyns aðferðir sem hafa verið nýttar til að þagga niður þolendur. Ofbeldi hefur þrifist alltof lengi í þögninni, tími þolenda er núna. Hlustum, trúum og berjumst,“ sagði í lýsingunni á erindinu.

„Það skipti bara engu máli“

Það var Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir sem hóf erindi Öfga en hún sagði frá sinni reynslu af ofbeldi og þolenda- og drusluskömmuninni sem hún varð fyrir í kjölfar þess sem hún sagði frá ofbeldinu. „Ég kærði lögreglumann og fyrrum ökukennara minn fyrir nauðgun og varð í kjölfarið fyrir aðför, ég var hrakin í burtu úr samfélaginu mínu. Ég varð fyrir óbærilegri þolenda- og drusluskömmun og ég flúði land,“ sagði Tanja.

„Mér var talin trú um að það ætti ekki að skipta máli að maðurinn væri lögreglumaður þegar ég lagði fram kæru, hann myndi hljóta sömu meðferð og aðrir. Fagaðilar og ég sjálf vorum mjög bjartsýn fyrir kærunni. Ég var með vitni mér í hag, ég sendi vinkonu minni SMS sem í stóð „hjálp“ á meðan meint brot átti sér stað og það varð til þess að hún hringdi í lögregluna. Vinkona mín og annað fólk sem átti leið framhjá reyndu að brjótast inn og bjarga mér úr aðstæðunum eftir að ég bað um aðstoð. Ég komst út og fór beint í fang lögreglumanna sem mættir voru á vettvang. Þeir skutla mér upp á sjúkrahús í lögreglubíl í mjög svo slæmu andlegu ástandi og það er til á myndbandsupptöku hjá lögreglunni. Á mér fundust áverkar og DNA. Ég fékk staðfesta áfallastreituröskun hjá einum virtasta sálfræðingi í þessum bransa sem ég var í meðferð hjá eftir brotið.“

Tanja sagði þetta vera uppskriftina sem hamrað er á þolendur að fylgja þegar þeir verða fyrir ofbeldi. „Þetta er uppskriftin, kæra strax, allt þetta. Ég fór eftir bókinni, ég gerði það sem okkur er sagt að gera en það skipti bara engu máli. Málið mitt var fellt niður á orði gegn orði, það þótti ekki líklegt til sakfellingar.“

Hágrét í salnum

Gísli Ólafsson, þingmaður Pírata, horfði á erindi Öfga í gær en hann greinir frá því í færslu sem hann birti á Twitter í morgun að hann sé ennþá að jafna sig eftir það. „Með því að skyggnast í gegnum söguna hér á landi sýndu þær á óyggjandi hátt hvernig konum hefur verið slaufað í gegnum aldirnar. Þó að eitthvað hafi batnað, er enn samskonar aðferðum beitt til að ráðast á þolendur,“ segir Gísli í færslunni.

Tanja þakkaði Gísla fyrir að mæta á erindið og Gísli þakkaði þá Tönju fyrir að segja sína sögu. „Ég hágrét í salnum þegar hún var spiluð, sem betur fer slökkt ljósin… Þú ert algjör hetja og ég trúi þér og stend með þér!“

Hægt er að horfa á erindi Öfga í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“