fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Umferðaróhapp í Garðabæ – Æstur maður í verslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. maí 2022 18:33

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var tilkynnt um umferðaróhapp í Garðabæ þar sem bíl hafði verið ekið á bílskúrshurð. Minniháttar meiðsli hlutust af þessu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir ýmis verkefni dagsins.

Tilkynnt var um æstan mann í verslun í hverfi 108 Reykjavík. Hann gekk sína leið eftir samtal við lögreglu.

Í sama hverfi var tilkynnt um mann sem svaf í stigagangi. Var hann vakinn og gekk sína leið.

Tilkynnt var um eignaspjöll á bíl í miðborginni. Vitað er hver var að verki og er málið í rannsókn.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni og var þjófurinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf skýrslu og var síðan látinn laus.

Ennfremur var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr íbúðarhúsi í hverfi 111. Innbrotsþjófurinn var handtekinn skammt frá vettvangi og málið er í rannsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“