fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Líf Magneudóttir kallar Davíð Þór ofbeldismann – „Er mjög triggeruð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. maí 2022 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Davíð Þór… er mjög triggeruð. Ég þekki svona ofbeldismenn, hef elskað þá og búið með þeim og skilið við þá. Megi þeir finna frið í sálinni,“ segir Líf Magneudóttir borgarfulltrúi í tísti á Twitter í gær. Líf hefur nú beðist afsökunar á þessum skrifum.

Tilefnið virðast vera ummæli Davíðs Þórs í viðtali við mbl.is, ummæli sem komu illa út og Davíð Þór hefur beðist afsökunar á.

Upphafið að þessum væringum má rekja til mjög harkalegra ummæla sem Davíð Þór viðhafði um ríkisstjórnina vegna stefnu í málefnum flóttamanna en til stendur að vísa um 300 manns úr landi á næstunni. Sumt af þessu fólki hefur fest rætur hér enda tíðkuðust brottvísanir ekki í Covid-faraldrinum. Í eldfimri Facebook-færslu sinni sagði Davíð Þór að það væri til sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem seldi sálu sína fyrir völd.

Líf Magneudóttir

Fékk Davíð Þór áminningu frá biskupi vegna ummælanna en fjölmargir hafa snúist honum til varnar og sagt hann hafa haft fullt tilefni til þessara skrifa. Í umfjöllun um  þetta hefur verið dregið fram að Davíð  Þór og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, voru par fyrir tveimur áratugum, eða svo.

Davíð Þór fór yfir málið í viðtali við mbl.is í gær. Varðandi samband hans við forsætisráðherra sagði hann:

„Umræðan ætti að snú­ast um það hvernig við sem sam­fé­lag kom­um fram við okk­ar minnstu bræður og syst­ur. Ef að ein­hverj­um finnst að sú umræða eigi að snú­ast um það hvernig til­finn­inga­lífi mínu var háttað fyr­ir 20 árum…jah þá vit­um við hversu stór sál­in í því fólki er.“

Hann bætti síðan við: „Þar fyrir utan þá bjó ég aldrei með forsætisráðherra Íslands, það var allt önnur manneskja.“

Davíð Þór sá ástæðu til að biðjast afsökunar á þessum ummælum og segir í Facebook-færslu:

„Mig langar að biðjast afsökunar á orðum sem höfð eru eftir mér á mbl.is. Blaðamaður hringdi í mig þar sem ég var önnum kafinn við að koma börnum mínum í háttinn. Við töluðum saman í tvær mínútur. Í lok spjallsins fékk ég spurningu sem ég taldi ekki koma málinu neitt við og lét eina vanhugsaða setningu falla í kjölfarið. Auðvitað var henni slegið upp í fyrirsögn en ekki það sem ég lagði áherslu á í okkar stutta spjalli að ætti að vera það sem málið snerist um. Ég iðrast þessara orða og tek þau hér með aftur. Umræðan á ekki að snúast um persónur, en ég lét blaðamanninn slá mig út af laginu og niður á það plan.“

Svo virðist sem þessi ummæli hafi verið tilefni hinna harkalegu skrifa Lífar um Davíð Þór í gær. Á meðan þessi frétt var í vinnslu baðst Líf afsökunar á tístinu með þessu tísti:

„Eyddi tísti sem var mjög illa tímasett … biðst afsökunar á því.“

Sú spurning vaknar hvort allar tímasetningar séu ekki slæmar fyrir það að fullyrða að Davíð Þór Jónsson sé ofbeldismaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur