fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Lést úr sorg eftir skotárásina í Texas

Pressan
Föstudaginn 27. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram berast hörmulegar fréttir frá Uvalde í Texas þar sem ein mannskæðasta skotárás í skóla síðustu 10 árin átti sér stað á þriðjudaginn en þar létu 19 börn lífið, flest tíu ára að aldri, ásamt tveimur kennurum.

Annar kennarinn sem lét lífið var Irma Garcia. Nú hafa þau tíðindi borist að eiginmaður Irmu til 24 ára, Joe Garcia, sé einnig látinn, en hann fékk hjartaáfall sem er rakið til þeirrar sorgar sem hann fann fyrir eftir að missa eiginkonu sína.

Frændi Joe, John Martinez, staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. Hann segir að Joe hafi farið með blóm að skólanum til minningar um konu sína og önnur fórnarlömb árásarinnar.

„Þegar hann kom heim, og hann var hafði aðeins verið heima í um þrjár mínútur, settist hann niður í stól með fjölskyldunni og svo bara féll hann niður. Þau reyndu að hnoða hann en ekkert gekk. Sjúkrabíllinn kom og þeir gátu ekki, þeir gátu ekki lífgað hann við.“

John segist varla vita hvernig honum eigi að líða og eigi erfitt með að átta sig á þessum harmleik.

Irma og Joe áttu saman fjögur börn á aldrinum 12-23 ára. Irma hafði verið kennari í rúmlega tvo áratugi. Sonur hennar, Christian, sagðist í samtali við fjölmiðla hafa heyrt það frá lögreglunnni að móðir hans hafi lítið lífið við að reyna að skýla nemendum sínum frá skothríðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io