fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Blikar gengu frá Val í markaleik

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 21:36

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í stórleik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

Leikurinn byrjaði með látum þegar Omar Sowe kom Blikum yfir á 13. mínútu en Valsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig og Birkir Heimisson jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Tryggvi Haraldsson skoraði nánast frá miðju þegar hann lyfti boltanum yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton var kominn langt út úr markinu. Staðan 2-1 fyrir Val eftir tæpan 20 mínútna leik.

Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir vel útfærða hornspyrnu.

Breiðablik gerði þrjár skiptingar í hálfleik þar sem Ísak Snær Þorvaldsson og Galdur Guðmundsson komu meðal annars inn af bekknum. Ísak skoraði þriðja mark Blika á 60. mínútu og bætti við fjórða markinu með skalla eftir hornspyrnu tólf mínútum síðar.

Hinn 16 ára gamli Galdur skorað fimmta mark Blika á 75. mínútu með góðu skoti og Mikkel Qvist, sem kom einnig inn á sem varamaður, bætti við sjötta markinu á 81. mínútu, lokatölur 6-2 fyrir Blika sem hafa unnið alla leiki sína á leiktíðinni til þessa.

Breiðablik 6 – 2 Valur
1-0 Omar Sowe (’13)
1-1 Birki Heimisson (’15)
1-2 Tryggvi Haraldsson (’17)
2-2 Viktor Örn Margeirsson (’42)
3-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’60)
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’72)
5-2 Galdur Guðmundsson (’75)
6-2 Mikkel Qvist (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frábær tilþrif Raya sem bjargaði Arsenal á lokasekúndunum

Sjáðu frábær tilþrif Raya sem bjargaði Arsenal á lokasekúndunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Jafntefli í fjörugum stórleik á Old Trafford

England: Jafntefli í fjörugum stórleik á Old Trafford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Í gær

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur
433Sport
Í gær

Ósnertanlegur í Lundúnum

Ósnertanlegur í Lundúnum
433Sport
Í gær

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar