fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

McClaren ræðir um Ten Hag og endurkomu sína til Man Utd – „Með United í blóðinu“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 12:49

Ferguson og McClaren. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve McClaren ræddi um endurkomu sína til Manchester United í hlaðvarpsþætti sonar síns, Josh McClaren, í dag.

McClaren verður í þjálfarateymi Hollendingsins Erik ten Hag á næstu leiktíð og er það í annað sinn sem hann gegnir störfum hjá United en McClaren var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á árunum 1999-2001.

Næst tók hann við sem knattspyrnustjóri Middlesbrough og stýrði liðinu til sigurs í enska deildarbikarnum árið 2004 og tveimur árum síðar kom hann Boro í úrslit Evrópudeildarinnar áður en hann tók við stjórnvölunum hjá enska landsliðinu. Við tók þjálfaraferill í Hollandi, Englandi og Þýskalandi.

Um leið og maður kemur til Man United þá er eins og maður sé með það í blóðinu. Þetta er eitt af liðunum sem maður heldur með,“ sagði McClaren. „Það hefur auðvitað gengið upp og ofan en við höfum alltaf haft dálæti á Manchester United.“

McClaren ræddi einnig um stjórnarhætti Erik ten Hag og hvað þjálfarateymið hefur verið að fást við undanfarna daga. „Síðustu sjö dagar hafa sýnt hvað hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum og hvað hann vill afreka.“

„Og það er síðan hann vann titilinn með Ajax, hann er strax kominn í annað, dálítið eins og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. En við viljum bara styðja við bakið á Erik og gera hann sigursælan, ef hann verður það, þá gildir það sama um liðið,“ sagði McClaren.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Ancelotti um framtíðina: ,,Það er ekki mín ákvörðun“

Ancelotti um framtíðina: ,,Það er ekki mín ákvörðun“