fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Íslendingaliðin í sérflokki í Noregi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 20:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru tveir Íslendingaslagir í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bodo/Glimt tók á móti Stromsgodset í öðrum þeirra. Alfons Sampsted lék allan leikinn með fyrrnefnda liðinu og það gerði Ari Leifsson einnig fyrir það síðarnefnda. Leiknum lauk 2-2.

Í hinum mættust Lilleström og Valarenga. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Valarenga og kom Viðar Örn Kjartansson inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var eftir. Hólmbert Aron Friðjónsson lék síðustu mínútur leiksins með Lilleström sem vann 2-0 sigur.

Þá voru markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson í byrjunarliði Viking sem gerði 1-1 jafntefli gegn Ham-Kam.

Lilleström er á toppi deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á undan Viking. Stromsgodset er í fjórða sæti með 14 stig, Bodo/Glimt í sjötta með 13 stig og loks er Valarenga í tíunda sæti með tíu stig.

Í úrvalsdeildinni kvennamegin voru Íslenskir leikmenn einnig í eldlínunni.

Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Brann í 2-0 sigri á Roa. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg í 1-0 sigri gegn Lilleström. Loks lék Ingibjörg Sigurðardóttir allan leikinn með Valarenga í 1-4 sigri gegn Stabæk.

Brann er á toppi deildarinnar með 31 stig, Valarenga er í öðru með 28 stig og Rosenborg í því þriðja með 25 stig. Það má því segja að Íslendingaliðin í deildinni séu í sérflokki en 10 stig munar á Rosenborg og liðinu í fjórða sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“
433Sport
Í gær

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið
433Sport
Í gær

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir