Hin umdeilda en skemmtilega ofurtölva hefur stokkað spilin sín fyrir næstu leiktíð í enska boltanum. Þar kemur fram að Erik ten Hag verði í brekku hjá Manchester United.
Ten Hag mun mistakast að koma United aftur í Meistaradeildina en hann er á leið inn í sitt fyrsta tímabil.
Það sem kemur mest á óvart í spánni er að Ofurtölvan telur að Newcastle muni enda ofar en Arsenal á næstu leiktíð.
Brentford mun upplifa erfitt annað tímabil en Manchester City mun halda áfram á sigurbraut.
Spá Ofurtölvunnar má sjá hér að neðan