Þetta er meðal þess sem kom fram fyrir dómi í Árósum þar sem dómur var kveðinn upp í gær. 38 ára fyrrum unnusti hennar var ákærður fyrir að hafa myrt hana. Bæði hann og Yohana eru frá Eritreu.
B.T. segir að þegar lögreglumennirnir tveir komu fyrir dóm í gær hafi þeir sagt að þegar þeir spurðu Yohana hver hafi stungið hana hafa hún svarað annað hvort: „á, maginn minn“ eða „það var maðurinn minn“.
„Fyrst hvíslaði hún eitthvað sem ég heyrði ekki almennilega. Ég spurði aftur hver hefði stungið hana og þá sagði hún: „Já, maðurinn minn“ eða „maginn minn“,“ sagði annar lögreglumaðurinn og benti á að hún hefði talað mjög lágt vegna þeirra áverka sem hún hafði hlotið.
Skömmu síðar fékk Yohana hjartastopp. Henni var strax veitt viðeigandi skyndihjálp en ekki tókst að bjarga lífi hennar.
Sambandi hennar og unnustans lauk þremur mánuðum áður en hann myrti Yohana. Þau eiga tvö börn saman, fjögurra og sex ára, sem voru viðstödd þegar móðir þeirra var myrt.
Hinn ákærði neitaði að hafa myrt Yohana en játaði að hafa beitt hana ofbeldi sem leiddi til þess að hún lést.
Maðurinn var dæmdur í 12 ára fangelsi og vísað úr landi í Danmörku að afplánun lokinni og má hann ekki koma aftur til landsins.