fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
FréttirPressan

Biden heitir því að verja Taívan

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 11:28

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á dögunum að koma Taívan til varnar ef Kína ræðist á eyríkið. Ummælin lét hann falla á blaðamannafundi í Tókýó þar sem hann fundaði með Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans.

Hann sagði Bandaríkin munu standa við heit sín til taívönsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra Kína, Wang Wenbin, tók ekki vel í ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann líkti stöðu Taívan við Úkraínu, sem eins og flestir vita sætir linnulausum árásum af höndum Rússlands.

„Kína mun ekki gefa eftir“

Wang Wenbin tjáði „mikla óánægju og algjöra mótstöðu“ við ummæli Biden. „Kína mun ekki gefa eftir í kjarnamálum eins og fullveldi og stjórnarrétti.“ segir Wang. Kína heldur því fram að Taívan sé hérað innan Kína og hafi alltaf verið og lítur á taívönsk stjórnvöld sem aðskilnaðarsinna. Rétt eins og Pútín lítur á Ukraínu sem sögulega mikilvægan hluta hins „stóra Rússlands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“