fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Flugliðar vara við – Þess vegna skaltu ekki halla höfðinu upp að glugganum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. maí 2022 11:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir flugliðar hafa á samfélagsmiðlum varað flugfarþega við einu og öðru í flugvélum og sagt frá skítugustu stöðunum um borð í flugvélum.  Það kemur kannski á óvart að salernið toppar ekki þann lista.

Í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa flestir orðið meðvitaðri en áður um hreinlæti og mikilvægi þess að halda fingrunum frá andlitinu. Sumir muni kannski halda í þessar venjur þegar heimsfaraldurinn verður afstaðinn og það er kannski ekki slæm hugmynd.

Eftir því sem dregið hefur úr faraldrinum hefur lífið komist meira í sama horf og áður og sífellt fleiri ferðast flugleiðis. Í tengslum við þetta deildi Linda Ferguson, sem hefur starfað sem flugliði í 24 ár, af reynslu sinni og vitneskju um hvað á að forðast að gera um borð í flugvélum. Þetta gerði hún á samfélagsmiðlinum Reddit.

Hún segir að flugvélar séu nánast eins og ein stór baktería, svo mikið sé af þeim í vélunum. Hún segir að ef fólk sæi hversu margar bakteríurnar eru myndi því ofbjóða.

Hún og fleiri flugliðar segja á Reddit að það séu ýmsir staðir í flugvélum sem farþegar ættu sjálfir að þurrka af áður en þeir nota þá, svo skítugir séu þeir. Fyrir það fyrsta á að forðast að halla höfðinu upp að glugga eða vegg en margir gera það í flugferðum. Þau mæla einnig með að fólk þurrki af borðinu fyrir framan það.

Linda segist vera farin að sjá marga koma með klúta með um borð til að þrífa í kringum sæti sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Í gær

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar