fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Ótrúleg endurkoma ÍBV – Eyjakonur unnu eftir að hafa lent 3-0 undir

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 23. maí 2022 20:20

Úr leik ÍBV og Breiðabliks Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV vann í dag magnaðan 5-4 sigur á Þór/Ka í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Eyjum.

Gestirnir leiddu 3-0 eftir tæpan hálftíma leik. Sandra María Jessen skoraði fyrsta og annað markið eftir tvær góðar skyndisóknir og Tiffany Janea McCarty bætti við þriðja markinu á 29. mínútu.

ÍBV minnkaði muninn í 3-2 með mörkum á síðustu fjórum mínútum fyrri hálfleiks. Ragna Sara Magnúsdóttir jafnaði svo metin á 52. mínútu og staðan 3-3 en Þór/KA komst aftur í forystu á 70. mínútu með öðru marki Tiffany McCarty í leiknum.

Saga Líf Sigurðardóttir sem hafði lagt upp tvö mörk fyrir gestina í fyrri hálfleik fékk beint rautt spjald á 75. mínútu og Þór/Ka manni færri. Það tók heimakonur ekki langan tíma að jafna en Hanna Kallmaier gerði það með þrumuskoti tveimur mínútum síðar.

Selma Björt Sigursveinsdóttir tryggði ÍBV sigurinn með marki á lokamínútu leiksins og lokatölur 5-4.

ÍBV fer upp í fjórða sæti. Liðið er með 10 stig eftir sex leiki. Þór/KA er áfram í 8. sæti með sex stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“

Lofsyngur Alfreð – „Breytingin er ótrúlega mikil“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United veit af verðmiðanum – Helmingi ódýrari

Manchester United veit af verðmiðanum – Helmingi ódýrari
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ósnertanlegur í Lundúnum

Ósnertanlegur í Lundúnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“